Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2024 22:00 Ljósufjallakerfið nær frá norðanverðu Snæfellsnesi og suður í Borgarfjörð. Hjalti Freyr Ragnarsson Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið: Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið:
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07
Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent