Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 19:03 Úlfur Einarsson er forstöðumaður Stuðla. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira