Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 09:19 Frá fangelsinu á Hólmsheiði. Niðurskurðaraðgerðir eru sagðar ná til allrar Fangelsismálastofnunar. Vísir/Vilhelm Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00