Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 07:15 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi. Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira