Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 14:57 Sigurmyndin í keppninni. Eins og fram kemur í textanum að neðan hafði Bettina mikið fyrir því að ná myndinni. Mynd/Bettina Vass Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár. Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér. Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér.
Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira