Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 21:03 Líkt og sjá má er einkar stutt á milli fjölbýlishússins og vöruhússins. Vísir/Bjarni Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira