Telja sólarorku ekki vera auðlind Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 14:00 Íslensk gagnavinnsla ehf. vildi fá að setja upp sólarsellur á Miðnesheiði til að kanna möguleika á nýtingu sólarorku. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær. Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær.
Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira