Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 17:01 Kristrún segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44
Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38