Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:53 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “ Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35