Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:05 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Sýrlandi eftir að al-Assad var steypt af stóli. vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“ Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38
Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28