Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2024 20:57 Margrét segir refsingar á Íslandi svipaðar og á öðrum Norðurlöndum. Vísir/Arnar Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Daníel Örn var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsis fyrir að stinga karlmann í sumar sem var úti að ganga með konunni sinni og vinahjónum. Daníel stakk manninn ítrekað og var í dag dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Það hefur vakið athygli við dóminn að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir dóminn í samræmi við sambærileg mál. Hún hefur síðustu ár skoðað sambærileg mál og segir flesta dóma í málum þar sem um ræðir tilraun til manndráps refsingu hafa verið um fimm til sex ár. „Þá eru það mál þar sem brotamenn mæta á staðinn vopnaðir í þeim tilgangi að skaða fólk eða jafnvel drepa,“ segir Margrét sem fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir refsirammann í lögum fyrir manndráp að lágmarki fimm ára fangelsisdómur og hámarki til ævilengdar en aðeins tekið fram í íslenskum hegningarlögum að dæma megi menn til vægari refsingar ef það er tilraun en ekki ef það er fullframið brot. Varð hræddur Hún segir að miðað dóma sem hafa fallið síðustu ár sé refsing Daníels Arnar í samræmi við það. Það komi svo fram í dómi sjálfum að dómari hafi horft til mildunar dóms vegna þess að það Daníel tók upp hnífinn eftir að hann var kýldur nokkrum sinnum. „Hann sagðist vera orðinn hræddur og taldi sig þurfa að verja sig,“ segir Margrét og að í dómi séu þetta rök fyrir því að það hafi ekki verið ásetningur til staðar frá upphafi. En þannig hafi það sem dæmi verið í mörgum öðrum málum sem hafi komið upp síðustu ár þar sem dómar voru um fimm til sex ár. Hún segir dóminn ekki taka það gilt að þetta hafi verið neyðarvörn heldur segir að Daníel hefði átt að vera ljóst að stungur hans gætu leitt til dauða mannsins en hann stakk hann að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. „Þess vegna er hann sakfelldur fyrir tilraun til manndráps,“ segir Margrét. Það komi stundum fyrir í álíka málum að einnig sé ákært fyrir stórfellda líkamsárás og menn séu frekar dæmdir fyrir það en sýknaðir af ákæru um tilraun til manndráps. Fyrir það séu vægari refsingar. Almenningur vilji ekki þyngri refsingar en dómarar Margrét segir það svo aðra spurningu hvort dómurinn ætti að vera þyngri og hvort að hann væri þá í samræmi við réttarvitund borgaranna. Hún segist ekki hafa sjálf svarið við því en að dómurinn sé í samræmi við sambærileg mál og að það að þyngja refsingu í svona máli hafi lítil sem engin áhrif. „Það er það sem ég veit,“ segir Margrét. Hún segir að á Íslandi hafi einu sinni verið gerð rannsókn á réttarvitund Íslendinga. Þá hafi fólk fengið sent til sín dæmi um mál og þau beðin að ákveða refsingu. Það sem hafi komið í ljós þar er að almenningur hafi ekki viljað harðari refsingar en dómarar á Íslandi. Margrét segir að það megi spyrja sig að því hvers vegna oft er verið að dæma við neðri mörk refsirammans í ofbeldismálum á Íslandi en í fíkniefnamálum sé oft verið að dæma við efri mörk refsirammans. Það hafi væntanlega myndast einhver hefð í því en að einnig sé fælingarmátturinn talinn meiri í fíkniefnamálum við harðari refsingar. Að fólk sem flytji inn fíkniefni kannski vegi og meti áhættuna með tilliti til refsirammans á meðan einhver sem fremur ofbeldisglæp með stuttum fyrirvara geri það síður. Betrun og fæling markmið refsinga Margrét segir refsingar á Íslandi svipaðar og á öðrum Norðurlöndum, séu mögulega aðeins vægari hér, en miklu vægari ef litið er til Bandaríkjanna. Það hafi verið norræn refsistefna að vera með vægari refsingar því það sé talið vænlegra svo að betrun virki. „Ef þú ert búinn að vera lokaður í fangelsi í áratug eða tvo. Að koma aftur í samfélagið getur reynst mörgum mjög erfitt sem gerir áhrif betrun takmarkaða,“ segir Margrét og að þess vegna hafi verið þessi stefna á Norðurlöndunum um vægari refsingar. Margrét segir þannig betrun og fælingu markmið refsingar en það sé einnig markmið að taka fólk úr samfélaginu tímabundið þannig öðrum stafi ekki hætta af því. „Dómar ættu að vera í samræmi við réttarvitund almennings,“ segir Margrét og að hún hafi ekki trú á því að þyngri refsingar hafi meiri fælingarmátt þegar kemur að til dæmis hnífaburði. Hún segir sterkar vísbendingar að hnífaburði sé að fjölga á Íslandi en í stað þess að þyngja refsingar sé betra að einblína á góðar forvarnir sem byggi á jákvæðum fyrirmyndum og jákvæðum leiðum til að takast á við ágreining. Þá geti einnig hjálpað aukinn sýnileiki lögreglu og jákvæð samskipti lögreglu og ungs fólks. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Eiginkona læknis á sextugsaldri sem stunginn var fjórum sinnum í Lundi í Kópavogi í sumar var viss um að eiginmaður hennar myndi deyja eftir árásina. Árásarmaðurinn og öll sem urðu vitni að árásinni segja að soðið hafi upp úr vegna ágreinings um umferðarreglur á göngustígum. 17. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Daníel Örn var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsis fyrir að stinga karlmann í sumar sem var úti að ganga með konunni sinni og vinahjónum. Daníel stakk manninn ítrekað og var í dag dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Það hefur vakið athygli við dóminn að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir dóminn í samræmi við sambærileg mál. Hún hefur síðustu ár skoðað sambærileg mál og segir flesta dóma í málum þar sem um ræðir tilraun til manndráps refsingu hafa verið um fimm til sex ár. „Þá eru það mál þar sem brotamenn mæta á staðinn vopnaðir í þeim tilgangi að skaða fólk eða jafnvel drepa,“ segir Margrét sem fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir refsirammann í lögum fyrir manndráp að lágmarki fimm ára fangelsisdómur og hámarki til ævilengdar en aðeins tekið fram í íslenskum hegningarlögum að dæma megi menn til vægari refsingar ef það er tilraun en ekki ef það er fullframið brot. Varð hræddur Hún segir að miðað dóma sem hafa fallið síðustu ár sé refsing Daníels Arnar í samræmi við það. Það komi svo fram í dómi sjálfum að dómari hafi horft til mildunar dóms vegna þess að það Daníel tók upp hnífinn eftir að hann var kýldur nokkrum sinnum. „Hann sagðist vera orðinn hræddur og taldi sig þurfa að verja sig,“ segir Margrét og að í dómi séu þetta rök fyrir því að það hafi ekki verið ásetningur til staðar frá upphafi. En þannig hafi það sem dæmi verið í mörgum öðrum málum sem hafi komið upp síðustu ár þar sem dómar voru um fimm til sex ár. Hún segir dóminn ekki taka það gilt að þetta hafi verið neyðarvörn heldur segir að Daníel hefði átt að vera ljóst að stungur hans gætu leitt til dauða mannsins en hann stakk hann að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. „Þess vegna er hann sakfelldur fyrir tilraun til manndráps,“ segir Margrét. Það komi stundum fyrir í álíka málum að einnig sé ákært fyrir stórfellda líkamsárás og menn séu frekar dæmdir fyrir það en sýknaðir af ákæru um tilraun til manndráps. Fyrir það séu vægari refsingar. Almenningur vilji ekki þyngri refsingar en dómarar Margrét segir það svo aðra spurningu hvort dómurinn ætti að vera þyngri og hvort að hann væri þá í samræmi við réttarvitund borgaranna. Hún segist ekki hafa sjálf svarið við því en að dómurinn sé í samræmi við sambærileg mál og að það að þyngja refsingu í svona máli hafi lítil sem engin áhrif. „Það er það sem ég veit,“ segir Margrét. Hún segir að á Íslandi hafi einu sinni verið gerð rannsókn á réttarvitund Íslendinga. Þá hafi fólk fengið sent til sín dæmi um mál og þau beðin að ákveða refsingu. Það sem hafi komið í ljós þar er að almenningur hafi ekki viljað harðari refsingar en dómarar á Íslandi. Margrét segir að það megi spyrja sig að því hvers vegna oft er verið að dæma við neðri mörk refsirammans í ofbeldismálum á Íslandi en í fíkniefnamálum sé oft verið að dæma við efri mörk refsirammans. Það hafi væntanlega myndast einhver hefð í því en að einnig sé fælingarmátturinn talinn meiri í fíkniefnamálum við harðari refsingar. Að fólk sem flytji inn fíkniefni kannski vegi og meti áhættuna með tilliti til refsirammans á meðan einhver sem fremur ofbeldisglæp með stuttum fyrirvara geri það síður. Betrun og fæling markmið refsinga Margrét segir refsingar á Íslandi svipaðar og á öðrum Norðurlöndum, séu mögulega aðeins vægari hér, en miklu vægari ef litið er til Bandaríkjanna. Það hafi verið norræn refsistefna að vera með vægari refsingar því það sé talið vænlegra svo að betrun virki. „Ef þú ert búinn að vera lokaður í fangelsi í áratug eða tvo. Að koma aftur í samfélagið getur reynst mörgum mjög erfitt sem gerir áhrif betrun takmarkaða,“ segir Margrét og að þess vegna hafi verið þessi stefna á Norðurlöndunum um vægari refsingar. Margrét segir þannig betrun og fælingu markmið refsingar en það sé einnig markmið að taka fólk úr samfélaginu tímabundið þannig öðrum stafi ekki hætta af því. „Dómar ættu að vera í samræmi við réttarvitund almennings,“ segir Margrét og að hún hafi ekki trú á því að þyngri refsingar hafi meiri fælingarmátt þegar kemur að til dæmis hnífaburði. Hún segir sterkar vísbendingar að hnífaburði sé að fjölga á Íslandi en í stað þess að þyngja refsingar sé betra að einblína á góðar forvarnir sem byggi á jákvæðum fyrirmyndum og jákvæðum leiðum til að takast á við ágreining. Þá geti einnig hjálpað aukinn sýnileiki lögreglu og jákvæð samskipti lögreglu og ungs fólks.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Eiginkona læknis á sextugsaldri sem stunginn var fjórum sinnum í Lundi í Kópavogi í sumar var viss um að eiginmaður hennar myndi deyja eftir árásina. Árásarmaðurinn og öll sem urðu vitni að árásinni segja að soðið hafi upp úr vegna ágreinings um umferðarreglur á göngustígum. 17. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00
„Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Eiginkona læknis á sextugsaldri sem stunginn var fjórum sinnum í Lundi í Kópavogi í sumar var viss um að eiginmaður hennar myndi deyja eftir árásina. Árásarmaðurinn og öll sem urðu vitni að árásinni segja að soðið hafi upp úr vegna ágreinings um umferðarreglur á göngustígum. 17. nóvember 2024 07:01