Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 16:51 Deilu Atla Viðars og Reynis fyrir dómstólum er lokið. Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26
Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30