Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Jón Þór Stefánsson skrifar 4. desember 2024 16:11 Steina Árnadóttir var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur sýndi af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti næringardrykk upp í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað. Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað.
Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24