Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2024 12:10 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru ánægðar með klukkustundarlangan fyrsta fund í gær þar sem þær ákváðu að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28