Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 3. desember 2024 08:08 Kristrún ræðir við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28