Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 14:13 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira