Harold með ólæknandi krabbamein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 13:41 Ian Smith ásamt kollega sínum Stefan Dennis sem fer með hlutverk Paul Robinson í meintum lokaþætti Nágranna árið 2022. Sam Tabone/Getty Images Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar. Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar.
Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira