„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 21:44 Hættulegt er að fara of nálægt íshrönnunum á og við Ölfusá. Ísinn er óstöðugur og getur brotnað fari maður ofan á hann. LÖGREGLAN Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU
Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira