Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 13:58 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska. Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska.
Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira