Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 15:19 Utanríkisráðuneytið Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu vegna mikilla breytinga og aukinnar spennu í sviði alþjóðasamskipta á undanförnum árum. Þátttaka Íslands í starfi Atlantshafsbandalagsins hefur verið aukin og hefur sérstök áhersla verið lögð á öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum, svo eitthvað sé nefnt. Þá er unnið að því að efla loftrýmisgæslu NATO hér á landi með þátttöku fleiri ríkja og með styttri æfinga- og eftirlitsverkefnum flugherja bandalagsríkja. Einnig hefur verið lögð áhersla á stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa í gegnum sjóði NATO og einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu varnarmála hér á landi og er þar gert grein fyrir helstu aðgerðum íslands til að efla viðbúnað hér á landi og samstarf um öryggis- og varnarmál. Þar er einnig farið yfir stuðning íslenskra yfirvalda við Úkraínu. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í skýrsluna sem lesa má hér. Aukið samstarf Í skýrslu ráðuneytisins segir að svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og á það sérstaklega við norræna samstarfið NORDEFCO, samstarf á vettvangi sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) og við helstu grannríki Íslands. „Svæðisbundin varnarsamvinna er mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Styrkur svæðisbundna varnarsamstarfsins er að þátttökuríkin deila svæðisbundnum öryggisáskorunum og þekkja vel til aðstæðna og getu hvert annars og geta þannig brugðist hratt við spennuástandi eða hvers kyns áskorunum,“ segir í skýrslunni. Sjá einnig: Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Þar segir einnig að unnið hafi verið að því að auka samstarf við grannríki og önnur ríki sem deila sameiginlegum öryggishagsmunum á norðurslóðum. Það skipti miklu máli fyrir skjót viðbrögð og fælingu í nágrenni Íslands. Nýta smæðina í stuðningi við Úkraínu Þegar kemur að stuðningi við Úkraínu segir í skýrslunni að stuðningur við varnarbaráttu Úkraínumanna vegna innrásar Rússa sé forgangsmál fyrir öryggi Evrópu. Ríki NATO og önnur lýðræðisríki hafi litið á stuðninginn sem hluta af viðbúnaði og aðgerðum í öryggis- og varnarmálum. „Frá upphafsdögum stríðsins hefur Ísland lagt sig fram við að styðja varnarbaráttu Úkraínu með málsvarastarfi í alþjóðastofnunum, þátttöku í þvingunaraðgerðum, mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þegar kemur að framlagi Íslands segir í skýrslunni að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á að nýta kraft smæðarinnar, tryggja skjót viðbrögð og sveigjanleika. Ísland hafi sýnt mikið frumkvæði og tekist á hendur ný verkefni, eins og að setja á fót þjálfunarverkefni og vinna með öðrum að innkaupum á hergögnum og búnaði. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Íslandi hefur lagt fé í margvíslega fjölþjóðasjóði sem nýttir hafa verið til að kaupa hergögn, annan búnað og til að styðja við þjálfunarverkefni. Stærstu framlög Íslands hafa farið í stuðningssjóð NATO vegna kaupa á vetrarbúnaði, rafstöðvum og búnaði fyrir konur í úkraínska hernum og alþjóðlegan sjóð á vegum Breta sem notaður hefur verið til kaupa á hergögnum. Þá leiðir Ísland, ásamt Litháen, ríkjahóp sem stendur fyrir verkefni sem snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í því að finna og eyða sprengjum í Úkraínu. Þá hafa úkraínskir sjóliðar fengið þjálfun um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og hafa Íslendingar þjálfað úkraínska hermenn í bráðameðferð á stríðssvæðum. Ísland tekur einnig þátt í starfi hóps sem styður aðgerðir í netvörnum. Um hundrað manns starfa við varnarmál Að endingu snýr skýrslan að viðbúnaði og vörnum hér á Íslandi. Er vísað til vinnu við að auka varnarbúnað í samstarfi við Bandaríkin, NATO og helstu samstarfsríki Íslands. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins er sögð hafa verið efld með ráðningu sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en þar starfa einnig tengiliðir og fulltrúar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og CERT-IS. Um hundrað manns starfa, beint eða óbeint, við varnarmál á vegum Íslands. Það er bæði hér á landi og erlendis. Vísað er til þess að aðildarríki NATO hafi skuldbundið sig til að verja að lágmarki tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka framlög til málaflokksins hér á landi. Þrátt fyrir að Ísland sé óhefðbundin sökum herleysis. Þessi auknu framlög eru sögð fara til áðurnefndrar aukinnar þátttöku í varnarsamvinnu, eflingar innlends viðbúnaðar og til styrkingar varnartengdra innviða. Sérstaklega sé horft til verkefna og fjárfestinga sem geti nýst bæði í borgaralegum og í hernaðarlegum tilgangi. Meðal þess sem nefnt er í þessu samhengi eru umfangsmiklar umbættur og framkvæmdir á varnarinnviðum sem snúa að eftirliti við Ísland sem standa nú yfir og munu halda áfram á næstu árum. Uppbygging á gistirými fyrir erlendan liðsafla, bygging birgðageymslu og stækkun flughlaða. Þá sé unnið að uppbyggingu stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit og ýmsu öðru. Verkefnin eru sögðu að mestum hluta fjármögnuð af stjórnvöldum Bandaríkjanna og sjóðum NATO. Einnig kemur fram í skýrslunni að unnið hafi verið að fjölgun æfinga á Íslandi og umhverfis eyjuna, enda séu þær mikilvægur liður í fælingarstefnu. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þá er unnið að því að efla loftrýmisgæslu NATO hér á landi með þátttöku fleiri ríkja og með styttri æfinga- og eftirlitsverkefnum flugherja bandalagsríkja. Einnig hefur verið lögð áhersla á stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa í gegnum sjóði NATO og einstakra aðildarríkja. Utanríkisráðuneytið hefur unnið samantekt um stöðu varnarmála hér á landi og er þar gert grein fyrir helstu aðgerðum íslands til að efla viðbúnað hér á landi og samstarf um öryggis- og varnarmál. Þar er einnig farið yfir stuðning íslenskra yfirvalda við Úkraínu. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í skýrsluna sem lesa má hér. Aukið samstarf Í skýrslu ráðuneytisins segir að svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum og á það sérstaklega við norræna samstarfið NORDEFCO, samstarf á vettvangi sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) og við helstu grannríki Íslands. „Svæðisbundin varnarsamvinna er mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Styrkur svæðisbundna varnarsamstarfsins er að þátttökuríkin deila svæðisbundnum öryggisáskorunum og þekkja vel til aðstæðna og getu hvert annars og geta þannig brugðist hratt við spennuástandi eða hvers kyns áskorunum,“ segir í skýrslunni. Sjá einnig: Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Þar segir einnig að unnið hafi verið að því að auka samstarf við grannríki og önnur ríki sem deila sameiginlegum öryggishagsmunum á norðurslóðum. Það skipti miklu máli fyrir skjót viðbrögð og fælingu í nágrenni Íslands. Nýta smæðina í stuðningi við Úkraínu Þegar kemur að stuðningi við Úkraínu segir í skýrslunni að stuðningur við varnarbaráttu Úkraínumanna vegna innrásar Rússa sé forgangsmál fyrir öryggi Evrópu. Ríki NATO og önnur lýðræðisríki hafi litið á stuðninginn sem hluta af viðbúnaði og aðgerðum í öryggis- og varnarmálum. „Frá upphafsdögum stríðsins hefur Ísland lagt sig fram við að styðja varnarbaráttu Úkraínu með málsvarastarfi í alþjóðastofnunum, þátttöku í þvingunaraðgerðum, mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi,“ segir í skýrslunni. Þegar kemur að framlagi Íslands segir í skýrslunni að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á að nýta kraft smæðarinnar, tryggja skjót viðbrögð og sveigjanleika. Ísland hafi sýnt mikið frumkvæði og tekist á hendur ný verkefni, eins og að setja á fót þjálfunarverkefni og vinna með öðrum að innkaupum á hergögnum og búnaði. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Íslandi hefur lagt fé í margvíslega fjölþjóðasjóði sem nýttir hafa verið til að kaupa hergögn, annan búnað og til að styðja við þjálfunarverkefni. Stærstu framlög Íslands hafa farið í stuðningssjóð NATO vegna kaupa á vetrarbúnaði, rafstöðvum og búnaði fyrir konur í úkraínska hernum og alþjóðlegan sjóð á vegum Breta sem notaður hefur verið til kaupa á hergögnum. Þá leiðir Ísland, ásamt Litháen, ríkjahóp sem stendur fyrir verkefni sem snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í því að finna og eyða sprengjum í Úkraínu. Þá hafa úkraínskir sjóliðar fengið þjálfun um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og hafa Íslendingar þjálfað úkraínska hermenn í bráðameðferð á stríðssvæðum. Ísland tekur einnig þátt í starfi hóps sem styður aðgerðir í netvörnum. Um hundrað manns starfa við varnarmál Að endingu snýr skýrslan að viðbúnaði og vörnum hér á Íslandi. Er vísað til vinnu við að auka varnarbúnað í samstarfi við Bandaríkin, NATO og helstu samstarfsríki Íslands. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins er sögð hafa verið efld með ráðningu sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn en þar starfa einnig tengiliðir og fulltrúar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og CERT-IS. Um hundrað manns starfa, beint eða óbeint, við varnarmál á vegum Íslands. Það er bæði hér á landi og erlendis. Vísað er til þess að aðildarríki NATO hafi skuldbundið sig til að verja að lágmarki tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka framlög til málaflokksins hér á landi. Þrátt fyrir að Ísland sé óhefðbundin sökum herleysis. Þessi auknu framlög eru sögð fara til áðurnefndrar aukinnar þátttöku í varnarsamvinnu, eflingar innlends viðbúnaðar og til styrkingar varnartengdra innviða. Sérstaklega sé horft til verkefna og fjárfestinga sem geti nýst bæði í borgaralegum og í hernaðarlegum tilgangi. Meðal þess sem nefnt er í þessu samhengi eru umfangsmiklar umbættur og framkvæmdir á varnarinnviðum sem snúa að eftirliti við Ísland sem standa nú yfir og munu halda áfram á næstu árum. Uppbygging á gistirými fyrir erlendan liðsafla, bygging birgðageymslu og stækkun flughlaða. Þá sé unnið að uppbyggingu stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit og ýmsu öðru. Verkefnin eru sögðu að mestum hluta fjármögnuð af stjórnvöldum Bandaríkjanna og sjóðum NATO. Einnig kemur fram í skýrslunni að unnið hafi verið að fjölgun æfinga á Íslandi og umhverfis eyjuna, enda séu þær mikilvægur liður í fælingarstefnu.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira