Er bókstaflega skíthrædd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 07:03 Unnur Elísabet opnar sig upp á gátt í söngleiknum hvers titillag er komið á streymisveitur. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. „Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“ Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
„Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“
Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira