Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Félagar í Fisfélagi nýttu daginn í dag til að koma við á Hafravatni. Þar var líka fólk sem ferðast víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Vísir/Einar Stórkostlegar aðstæður hafa skapast í frostinu til skautaiðkunar og fluglendingar á Hafravatni. Félagar í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu aðstæðurnar í dag til að æfa sig á meðan skautafólk lék sér á ísnum. Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari. Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Innlent Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Innlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Innlent „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Erlent Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Innlent Fleiri fréttir Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Sjá meira
Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari.
Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Innlent Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Innlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Innlent „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Erlent Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Innlent Fleiri fréttir Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Sjá meira