Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 16:25 Jón Hjörleifur telur óðs manns æði að kjósa um framtíð verksmiðju Heidelberg fyrr en dómsmál á hendur stjórn KSDA hefur verið til lykta leitt. En með honum á myndinni er Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelberg á Íslandi. vísir/Egill/vilhelm Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. Jón Hjörleifur ritar grein um málið á Vísi í dag en hann segist einn þeirra sem kærðu samninginn. Hann rekur að í dag hafi íbúakosning í Ölfusi hafist um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember samhliða Alþingiskosningum. Jón Hjörleifur segir fyrirætlanir Heidelbergs hafi lengi verið mikið deilumál í sveitarfélaginu en færri viti þó af yfirstandandi málaferlum sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. „Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg,“ segir í grein Jóns Hjörleifs. Ósáttir aðventistar Greinarhöfundur segir að ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín hafi stjórn trúfélagsins ákveðið að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu. Margir meðlimir trúfélagsins séu afar ósáttir við þá leynd. „En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis.“ Ekki hægt að gefa sér neitt fyrirfram Þetta leiddi svo til dómsmáls og stefnt var síðastliðinn júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. „Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju.“ Jón Hjörleifur segir niðurstöðuna óvissa fyrirfram og vill hann hvetja alla Ölfusinga til að kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Trúmál Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. 25. nóvember 2024 15:44 Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
Jón Hjörleifur ritar grein um málið á Vísi í dag en hann segist einn þeirra sem kærðu samninginn. Hann rekur að í dag hafi íbúakosning í Ölfusi hafist um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember samhliða Alþingiskosningum. Jón Hjörleifur segir fyrirætlanir Heidelbergs hafi lengi verið mikið deilumál í sveitarfélaginu en færri viti þó af yfirstandandi málaferlum sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. „Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg,“ segir í grein Jóns Hjörleifs. Ósáttir aðventistar Greinarhöfundur segir að ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín hafi stjórn trúfélagsins ákveðið að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu. Margir meðlimir trúfélagsins séu afar ósáttir við þá leynd. „En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis.“ Ekki hægt að gefa sér neitt fyrirfram Þetta leiddi svo til dómsmáls og stefnt var síðastliðinn júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. „Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju.“ Jón Hjörleifur segir niðurstöðuna óvissa fyrirfram og vill hann hvetja alla Ölfusinga til að kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni.
Trúmál Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. 25. nóvember 2024 15:44 Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. 25. nóvember 2024 15:44