Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:23 Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Dómsmál Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun