Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 20:38 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Vísir Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Jasmina segir að þegar hún fékk símtal um að henni byðist ekki sæti á listanum hefði henni verið sagt að horfa þyrfti til aldurs og breiddarinnar í hópnum. Jasmina kom að stofnun Viðreisnar í Reykjanesbæ og var áður bæjarfulltrúi Frjáls afls. Einnig sat hún í stjórn Viðreisnar í tvö ár ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Viðreisn standi ekki við það sem þau segja „Þú getur ekki talað um eitt og svo gert eitthvað annað. Í Suðurkjördæmi er enginn innflytjandi á listanum. Það endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem þau tala fyrir,“ segir Jasmina. Hún segir að svörin sem hún hafi fengið séu ekkert í samræmi við listann sem svo var samþykktur. „Breiddin er ekki falin í því að velja 21 á lista, og hafa engan innflytjanda. Ég velti líka fyrir mér hvort að flokkur sem telur sig tala fyrir inngildingu, jafnrétti og jöfnum tækifærum, eru það bara útvaldir einstaklingar með rætur á Íslandi?“ Jasmina kom til Íslands frá Bosníu og Hersegóvínu árið 1996. Innflytjendur þurfi málsvara á Alþingi Jasmina segir að nauðsynlegt sé að gefa innflytjendum á Íslandi rödd. Henni finnst undarlegt þegar innfæddir Íslendingar hafa meira að segja um málaflokk innflytjenda en innflytjendur sjálfir. „Áskoranir þeirra 80þúsund innflytjenda eru ekki þær sömu og hjá innfæddum Íslendingum. Börn þeirra fá oft ekki nægilega góða þjónustu, og þar erum við að búa til ójafnrétti,“ segir Jasmina. Hún segir að henni hafi brugðið þegar hún hlustaði á Rás 2 í gær og heyrði stjórnmálaflokkana vera að tala um „þetta fólk.“ „Þetta er ekki inngildandi fyrir einn eða neinn. Við erum að horfa á fulltrúa allra flokka nota þennan orðaforða. Það er ekkert þetta fólk það erum bara við öll,“ segir hún. Jasmina segir að hún vilji koma því á framfæri að hún hafi ekki farið í fýlu þegar henni bauðst ekki oddvitasætið, og þess vegna ekki þegið annað sæti á listanum. Henni hafi hreinlega ekki verið boðið neitt sæti á listanum. „Fólk hefur verið að óska mér til hamingju með minn flokk! Ég vildi koma því til skila að þau vildu ekki bjóða mér á lista,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira