Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:59 Laufásborg er á meðal um tuttugu sjálfstætt starfandi leikskóla sem eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira