Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Engjaskóli í Grafarvogi er einn fjögurra skóla þar sem kennarar munu leggja niður störf í janúar. Vísir/Egill Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KÍ. Verkföll hefjast í skólunum 6. janúar 2025 og lýkur 31. janúar hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í skólunum greiddu atvæði um verkfallsboðunina og stóð atkvæðagreiðsla yfir 19. til 21. nóvember. Fram kemur í tilkynningunni að kjörsókn hafi verið á bilinu 96 og 100 prósent og 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið fylgjandi verkfalli. Nú standa yfir verkföll í þremur grunnskólum: Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Verkföllin hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember. Á mánudag taka við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkföllin standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Þá standa yfir ótímabundin verkföll í Leikskóla Seltjarnarness, leikskólanum Holti í Reykjanesbæ , Drafnarsteini í Reykjavík og Ársölum á Sauðárkróki. Eins stendur yfir verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hófst 29. október og varir til 20. desember. Þá lagði starfsfólk MR niður störf síðastliðinn mánudag og vara þau verkföll eins til 20. desember. Þá er félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar í verkfalli sem jafnframt stendur til 20. desember. Samninganefndir kennara annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar funda þriðja daginn í röð hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að samningar verði undirritaðir í dag en viðræður séu í gangi. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KÍ. Verkföll hefjast í skólunum 6. janúar 2025 og lýkur 31. janúar hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í skólunum greiddu atvæði um verkfallsboðunina og stóð atkvæðagreiðsla yfir 19. til 21. nóvember. Fram kemur í tilkynningunni að kjörsókn hafi verið á bilinu 96 og 100 prósent og 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið fylgjandi verkfalli. Nú standa yfir verkföll í þremur grunnskólum: Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Verkföllin hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember. Á mánudag taka við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkföllin standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Þá standa yfir ótímabundin verkföll í Leikskóla Seltjarnarness, leikskólanum Holti í Reykjanesbæ , Drafnarsteini í Reykjavík og Ársölum á Sauðárkróki. Eins stendur yfir verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hófst 29. október og varir til 20. desember. Þá lagði starfsfólk MR niður störf síðastliðinn mánudag og vara þau verkföll eins til 20. desember. Þá er félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar í verkfalli sem jafnframt stendur til 20. desember. Samninganefndir kennara annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar funda þriðja daginn í röð hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að samningar verði undirritaðir í dag en viðræður séu í gangi.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59