Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Engjaskóli í Grafarvogi er einn fjögurra skóla þar sem kennarar munu leggja niður störf í janúar. Vísir/Egill Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KÍ. Verkföll hefjast í skólunum 6. janúar 2025 og lýkur 31. janúar hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í skólunum greiddu atvæði um verkfallsboðunina og stóð atkvæðagreiðsla yfir 19. til 21. nóvember. Fram kemur í tilkynningunni að kjörsókn hafi verið á bilinu 96 og 100 prósent og 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið fylgjandi verkfalli. Nú standa yfir verkföll í þremur grunnskólum: Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Verkföllin hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember. Á mánudag taka við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkföllin standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Þá standa yfir ótímabundin verkföll í Leikskóla Seltjarnarness, leikskólanum Holti í Reykjanesbæ , Drafnarsteini í Reykjavík og Ársölum á Sauðárkróki. Eins stendur yfir verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hófst 29. október og varir til 20. desember. Þá lagði starfsfólk MR niður störf síðastliðinn mánudag og vara þau verkföll eins til 20. desember. Þá er félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar í verkfalli sem jafnframt stendur til 20. desember. Samninganefndir kennara annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar funda þriðja daginn í röð hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að samningar verði undirritaðir í dag en viðræður séu í gangi. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KÍ. Verkföll hefjast í skólunum 6. janúar 2025 og lýkur 31. janúar hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í skólunum greiddu atvæði um verkfallsboðunina og stóð atkvæðagreiðsla yfir 19. til 21. nóvember. Fram kemur í tilkynningunni að kjörsókn hafi verið á bilinu 96 og 100 prósent og 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið fylgjandi verkfalli. Nú standa yfir verkföll í þremur grunnskólum: Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Verkföllin hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember. Á mánudag taka við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkföllin standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Þá standa yfir ótímabundin verkföll í Leikskóla Seltjarnarness, leikskólanum Holti í Reykjanesbæ , Drafnarsteini í Reykjavík og Ársölum á Sauðárkróki. Eins stendur yfir verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hófst 29. október og varir til 20. desember. Þá lagði starfsfólk MR niður störf síðastliðinn mánudag og vara þau verkföll eins til 20. desember. Þá er félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar í verkfalli sem jafnframt stendur til 20. desember. Samninganefndir kennara annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar funda þriðja daginn í röð hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að samningar verði undirritaðir í dag en viðræður séu í gangi.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59