Sá hvítt eftir árás með járnkarli Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 10:55 Meint árás er sögð hafa átt sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Fleiri fréttir Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Sjá meira
Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Fleiri fréttir Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Sjá meira