Sá hvítt eftir árás með járnkarli Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 10:55 Meint árás er sögð hafa átt sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent