Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 13:27 Vefsíðan bland.is er eitt vinsælasta vörutorg landsins þar sem notendur selja alls kyns hluti til annarra notenda. Skjáskot Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira