„Það var reitt hátt til höggs“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:02 Í þætti Eftirmála rifjar Dagur. B. Eggertsson upp atburðarásina sem skapaðist í kringum Braggamálið á sínum tíma en málið er reyfarakennt- og hápólitískt. Stöð 2 Það hefði líklega fáa grunað að uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík yrði eitt stærsta fréttamál ársins 2018. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið og það sauð upp úr þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. „Ég vissi auðvitað hvernig málið var vaxið. Þó að fólk hafi almennt ekki vitað að ég væri í veikindaleyfi þá vissu þessir borgarfulltrúar það mjög vel. Þeir voru að stíga fram með bæði þessi orð og ásakanir á akkúrat þeim tíma þar sem ég gat ekki mætt þeim í útvarpi eða sjónvarpi og brugðist við,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sem sótt var hart að vegna Braggamálsins svokallaða á sínum tíma. Í sjötta þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er Braggamálið rifjað upp. Auk Dags er rætt við Hrólf Jónsson fyrrverandi skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Björn Þorfinnsson ritstjóra og Bjartmar Odd Þey Alexandersson blaðamann en Bjartmar skrifaði fjölda frétta um Braggamálið í DV á sínum tíma. Klippa: Dönsku stráin voru tákn um bruðl Salerni á 46 milljónir Fyrsta fréttin af Braggamálinu birtist á vef RÚV í september árið 2018. „Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík, náðhúsi og skála þar sem eitt sinn var flughótel hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 158 milljónir en framkvæmt hefur verið fyrir 415 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.“ Umræddur braggi var byggður í síðari heimstyrjöld og var hluti af hóteli sem síðar brann. Reykjavíkurborg ákvað að gera braggann upp, ásamt tveimur öðrum byggingum sem voru fyrirlestarsalur og skáli. „Staðan varðandi þessi hús, þegar við Jón Gnarr tökum við árið 2010 er að þau eru brunnin og mikið skemmd. Okkar helsta fagfólk hafði metið það svo að það væri of áhættusamt að gera það upp en pólitíkin sagði: „Nei, við viljum samt gera þetta upp. Þetta eru stríðsminjar, þetta er eitthvað sem við eigum að halda í, reynið að finna út úr þessu.“ Og það gekk illa, þangað til að Háskólinn í Reykjavík sýndi áhuga að vera þarna með frumkvöðlasetur. Þá er gerður svona einhver rammi að leigusamningum við HR og ákveðið að fara í að endurgera húsin á þeim grunni,” segir Dagur B. Eggertsson í samtali við Eftirmál. Fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um Braggamálið næstu vikurnar. Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli var að náðhúsið eitt og sér kostaði fjörutíu og sex milljónir. „Það tengja allir við að fara í einhverjar endurbætur, hvort sem það er á eldhúsinu eða baðinu eða bara heima hjá sér. Og svo tekur það bara lengri tíma og kostar miklu meira heldur en lagt er með í upphafi. Og sumir sem tjáðu sig í kommenntum, og bara í umræðunni, voru einhvern veginn að taka út þær frústrasjónir hvort það væri nú virkilega ekki þannig að borgin væri með fagfólk sem gæti komið í veg fyrir að að lenda í þessu eins og mjög margir hafa auðvitað gert,” segir Dagur. Allt varð vitlaust út af innfluttum stráum Það má segja að Braggamálið hafi náð ákveðnum hápunkti í október 2018 þegar DV greindi frá heildarkostnaðinum við stráin sem plantað hafði verið við braggann í Nauthólsvík; 1,7 milljónir króna. Í þætti Eftirmála rifjar Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður upp hvernig hann reyndi ítrekað að fá svör varðandi stráin frá upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar. „Eftir fjörutíu og fimm mínútur þá kom þetta bara í runu: „Já, þetta eru innflutt strá frá Danmörku og þau eru höfundarréttarvarin.“ Ég man alltaf þegar ég heyrði setninguna: höfundarréttarvarin. Hvernig geturðu höfundarréttarvarið strá?“ segir Bjartmar. „Og þarna erum við ekki komnir með bókhaldið. Þarna vitum við í raun og veru ekki alla söguna en síðan hendum við þessu í loftið og það bara verður allt vitlaust.“ Sjálfur segir Dagur að hann hafi ekki fengið að vita það fyrr en löngu seinna að meira en helmingur alls gróðurs sem seldur er í gróðrarstöðvum er höfundarréttarvarinn. Á þessum tíma var hann í veikindaleyfi og hafði að eigin sögn engar forsendur eða forsögu af því hvers vegna þessi gróður var valinn. „Þetta voru mjög stór og myndarleg strá. Mér skilst að þau hafi verið valin vegna þess að þau spöruðu mikinn rekstrarkostnað til framtíðar af því þetta er svo viðhaldslétt og þarf ekki að endurgróðursetja á hverju ári,“ segir Dagur og bætir við á öðrum stað: „Það var gerð svokölluð frumkostnaðaráætlun sem svona kallaði svolítið á við leigusamninginn við HR. Það sem klikkar í rauninni í þessu máli er að þegar að fólk fór að hanna sig lengur inn í þetta þá var það ekki borið undir borgarráð og fengnar auknar fjárhæðir.“ Reitt hátt til höggs Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins ein af þeim sem gagnrýndu borgaryfirvöld harðlega vegna málsins og setti stór spurningarmerki við einstaka kostnaðarliði. „Ég myndi segja að hún hafi verið boðberi þessa máls,“ segir Bjartmar og Björn tekur undir: „Hún fann pólitíska blóðlykt.“ Háværar kröfur voru uppi um að Dagur myndi íhuga stöðu sína eða jafnvel segja af sér og voru fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn þar fremstir í flokki. Ráðist var í úttekt á vegum Innri endurskoðunar. Dagur rifjar upp að það hafi verið „reitt hátt til höggs“ á þessum tíma. „Það var meira að segja þannig að fjölmiðlar létu að því liggja að ég væri að gera mér upp veikindi og væri þess vegna ekki að mæta í Kastljós eða eitthvað slíkt. Þetta var dálítið ömurlegt.“ Þann 18. október 2018 steig Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg fram í viðtali og axlaði ábyrgð. Í samtali við Eftirmál segir Hrólfur að honum hafi ofboðið fjölmiðlaumfjöllun um málið. „En ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka á því; ég var hættur en ákvað að fara í viðtal á RÚV. Og tilgangurinn var fyrst og fremst þá bara að reyna að róa málið; benda á að það væri búið að vísa málum til Innri endurskoðunar og að það væri kannski bara ágætt að bíða eftir niðurstöðu þeirra,“ segir Hrólfur en hann kveðst ekki hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem viðtalið átti eftir að vekja. „Það átti svona að koma höggi á borgarstjóra og þetta viðtal við mig, það svona skekkti allt í einu. Þetta truflaði mjög fólk.“ Samsæriskenningar um eyðingu á tölvupóstum Í árslok 2018 lá niðurstaða Innri endurskoðunar fyrir og óhætt er að segja að hún hafi verið kolsvört. Í frétt Vísis frá 20.desember 2018 kemur fram að dæmi séu um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. Samkvæmt Innri endurskoðun voru sveitarstjórnarlög og lög um opinber skjalasöfn brotin í ferlinu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Í kjölfar þess að „braggaskýrslan“ svokallaða var gefin út vöknuðu upp spurningar um hvort tölvupóstum hefði verið eytt úr pósthólfum starfsmanna borgarinnar, nánar tiltekið tölvupóstsamskipti Hrólfs og Dags. En líkt og Hrólfur bendir á í þættinum þá var það ekki rétt. „Þó að mínum tölvupóstum hefði verið eytt þá voru þeir til í pósthólfum hinna starfsmannanna. Og á endanum kom í ljós að þeim hafði heldur ekki verið eytt þó ég væri hættur. Þannig að það voru allir tölvupóstar til.“ Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála þá átti Braggamálið engu að síður eftir að hafa jákvæðar afleiðingar; verkferlum var til að mynda breytt til að koma í veg fyrir framúrkeyrslu í framkvæmda- og uppbyggingarverkefnum á vegum Reykjavíkurborgar. „Var fólk að gera mistök? Örugglega. Var þetta óviljaverk? Mögulega. En miðað við hversu erfitt það var að fá heildarmynd á þetta mál þá erum við einhvern veginn ekki að sjá hvort þetta hafi verið mistök eða viljaverk,“ segir Bjartmar en Hrólfur segir að ekkert misferli hafi verið í gangi. „Það er margt sem hægt er að læra af þessu verkefni, eins og öllum verkefnum sem þú ert að vinna að. Þú dregur alltaf einhvern lærdóm af því.“ Borgarstjórn Reykjavík Eftirmál Braggamálið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég vissi auðvitað hvernig málið var vaxið. Þó að fólk hafi almennt ekki vitað að ég væri í veikindaleyfi þá vissu þessir borgarfulltrúar það mjög vel. Þeir voru að stíga fram með bæði þessi orð og ásakanir á akkúrat þeim tíma þar sem ég gat ekki mætt þeim í útvarpi eða sjónvarpi og brugðist við,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sem sótt var hart að vegna Braggamálsins svokallaða á sínum tíma. Í sjötta þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er Braggamálið rifjað upp. Auk Dags er rætt við Hrólf Jónsson fyrrverandi skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Björn Þorfinnsson ritstjóra og Bjartmar Odd Þey Alexandersson blaðamann en Bjartmar skrifaði fjölda frétta um Braggamálið í DV á sínum tíma. Klippa: Dönsku stráin voru tákn um bruðl Salerni á 46 milljónir Fyrsta fréttin af Braggamálinu birtist á vef RÚV í september árið 2018. „Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík, náðhúsi og skála þar sem eitt sinn var flughótel hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 158 milljónir en framkvæmt hefur verið fyrir 415 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.“ Umræddur braggi var byggður í síðari heimstyrjöld og var hluti af hóteli sem síðar brann. Reykjavíkurborg ákvað að gera braggann upp, ásamt tveimur öðrum byggingum sem voru fyrirlestarsalur og skáli. „Staðan varðandi þessi hús, þegar við Jón Gnarr tökum við árið 2010 er að þau eru brunnin og mikið skemmd. Okkar helsta fagfólk hafði metið það svo að það væri of áhættusamt að gera það upp en pólitíkin sagði: „Nei, við viljum samt gera þetta upp. Þetta eru stríðsminjar, þetta er eitthvað sem við eigum að halda í, reynið að finna út úr þessu.“ Og það gekk illa, þangað til að Háskólinn í Reykjavík sýndi áhuga að vera þarna með frumkvöðlasetur. Þá er gerður svona einhver rammi að leigusamningum við HR og ákveðið að fara í að endurgera húsin á þeim grunni,” segir Dagur B. Eggertsson í samtali við Eftirmál. Fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um Braggamálið næstu vikurnar. Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli var að náðhúsið eitt og sér kostaði fjörutíu og sex milljónir. „Það tengja allir við að fara í einhverjar endurbætur, hvort sem það er á eldhúsinu eða baðinu eða bara heima hjá sér. Og svo tekur það bara lengri tíma og kostar miklu meira heldur en lagt er með í upphafi. Og sumir sem tjáðu sig í kommenntum, og bara í umræðunni, voru einhvern veginn að taka út þær frústrasjónir hvort það væri nú virkilega ekki þannig að borgin væri með fagfólk sem gæti komið í veg fyrir að að lenda í þessu eins og mjög margir hafa auðvitað gert,” segir Dagur. Allt varð vitlaust út af innfluttum stráum Það má segja að Braggamálið hafi náð ákveðnum hápunkti í október 2018 þegar DV greindi frá heildarkostnaðinum við stráin sem plantað hafði verið við braggann í Nauthólsvík; 1,7 milljónir króna. Í þætti Eftirmála rifjar Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður upp hvernig hann reyndi ítrekað að fá svör varðandi stráin frá upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar. „Eftir fjörutíu og fimm mínútur þá kom þetta bara í runu: „Já, þetta eru innflutt strá frá Danmörku og þau eru höfundarréttarvarin.“ Ég man alltaf þegar ég heyrði setninguna: höfundarréttarvarin. Hvernig geturðu höfundarréttarvarið strá?“ segir Bjartmar. „Og þarna erum við ekki komnir með bókhaldið. Þarna vitum við í raun og veru ekki alla söguna en síðan hendum við þessu í loftið og það bara verður allt vitlaust.“ Sjálfur segir Dagur að hann hafi ekki fengið að vita það fyrr en löngu seinna að meira en helmingur alls gróðurs sem seldur er í gróðrarstöðvum er höfundarréttarvarinn. Á þessum tíma var hann í veikindaleyfi og hafði að eigin sögn engar forsendur eða forsögu af því hvers vegna þessi gróður var valinn. „Þetta voru mjög stór og myndarleg strá. Mér skilst að þau hafi verið valin vegna þess að þau spöruðu mikinn rekstrarkostnað til framtíðar af því þetta er svo viðhaldslétt og þarf ekki að endurgróðursetja á hverju ári,“ segir Dagur og bætir við á öðrum stað: „Það var gerð svokölluð frumkostnaðaráætlun sem svona kallaði svolítið á við leigusamninginn við HR. Það sem klikkar í rauninni í þessu máli er að þegar að fólk fór að hanna sig lengur inn í þetta þá var það ekki borið undir borgarráð og fengnar auknar fjárhæðir.“ Reitt hátt til höggs Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins ein af þeim sem gagnrýndu borgaryfirvöld harðlega vegna málsins og setti stór spurningarmerki við einstaka kostnaðarliði. „Ég myndi segja að hún hafi verið boðberi þessa máls,“ segir Bjartmar og Björn tekur undir: „Hún fann pólitíska blóðlykt.“ Háværar kröfur voru uppi um að Dagur myndi íhuga stöðu sína eða jafnvel segja af sér og voru fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn þar fremstir í flokki. Ráðist var í úttekt á vegum Innri endurskoðunar. Dagur rifjar upp að það hafi verið „reitt hátt til höggs“ á þessum tíma. „Það var meira að segja þannig að fjölmiðlar létu að því liggja að ég væri að gera mér upp veikindi og væri þess vegna ekki að mæta í Kastljós eða eitthvað slíkt. Þetta var dálítið ömurlegt.“ Þann 18. október 2018 steig Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg fram í viðtali og axlaði ábyrgð. Í samtali við Eftirmál segir Hrólfur að honum hafi ofboðið fjölmiðlaumfjöllun um málið. „En ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka á því; ég var hættur en ákvað að fara í viðtal á RÚV. Og tilgangurinn var fyrst og fremst þá bara að reyna að róa málið; benda á að það væri búið að vísa málum til Innri endurskoðunar og að það væri kannski bara ágætt að bíða eftir niðurstöðu þeirra,“ segir Hrólfur en hann kveðst ekki hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem viðtalið átti eftir að vekja. „Það átti svona að koma höggi á borgarstjóra og þetta viðtal við mig, það svona skekkti allt í einu. Þetta truflaði mjög fólk.“ Samsæriskenningar um eyðingu á tölvupóstum Í árslok 2018 lá niðurstaða Innri endurskoðunar fyrir og óhætt er að segja að hún hafi verið kolsvört. Í frétt Vísis frá 20.desember 2018 kemur fram að dæmi séu um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. Samkvæmt Innri endurskoðun voru sveitarstjórnarlög og lög um opinber skjalasöfn brotin í ferlinu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Í kjölfar þess að „braggaskýrslan“ svokallaða var gefin út vöknuðu upp spurningar um hvort tölvupóstum hefði verið eytt úr pósthólfum starfsmanna borgarinnar, nánar tiltekið tölvupóstsamskipti Hrólfs og Dags. En líkt og Hrólfur bendir á í þættinum þá var það ekki rétt. „Þó að mínum tölvupóstum hefði verið eytt þá voru þeir til í pósthólfum hinna starfsmannanna. Og á endanum kom í ljós að þeim hafði heldur ekki verið eytt þó ég væri hættur. Þannig að það voru allir tölvupóstar til.“ Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála þá átti Braggamálið engu að síður eftir að hafa jákvæðar afleiðingar; verkferlum var til að mynda breytt til að koma í veg fyrir framúrkeyrslu í framkvæmda- og uppbyggingarverkefnum á vegum Reykjavíkurborgar. „Var fólk að gera mistök? Örugglega. Var þetta óviljaverk? Mögulega. En miðað við hversu erfitt það var að fá heildarmynd á þetta mál þá erum við einhvern veginn ekki að sjá hvort þetta hafi verið mistök eða viljaverk,“ segir Bjartmar en Hrólfur segir að ekkert misferli hafi verið í gangi. „Það er margt sem hægt er að læra af þessu verkefni, eins og öllum verkefnum sem þú ert að vinna að. Þú dregur alltaf einhvern lærdóm af því.“
Borgarstjórn Reykjavík Eftirmál Braggamálið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent