Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:12 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“ Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira