„Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. nóvember 2024 16:46 Snorri Másson snöggreiddist þegar Ásmundur spurði hvort innflytjendur myndu ekki leysa lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Vísir/Vilhelm „Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira