Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 15:47 Leikskólinn var sótthreinsaður og þrifinn áður en börnin fengu að fara aftur í leikskólann. Ekkert barn fær að koma aftur nema það hafi verið einkennalaust í tvo daga og niðurstöður úr rannsóknum séu neikvæðar. Vísir/Einar Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra. Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40
E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13