Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Margrét Helga Erlingsdóttir. skrifar 7. nóvember 2024 15:13 Svona er útlitið fram á kvöld en veðurviðvörunum verður aflétt á miðnætti. Veður.is Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira