Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 21:01 Foreldrum sem mættu í Ráðhúsið með börn sín við upphaf borgarstjórnarfundar í dag þykir skjóta skökku við að verkfallsaðgerðirnar beinist aðeins að örfáum leikskólum. Börnin þeirra geti ekki mætt á meðan langflest önnur börn fái að mæta leikskólann. Vísir/Anton Brink Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. Síðast var fundað í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna um helgina og hefur enn ekki verið boðað til næsta formlega fundar hjá ríkissáttasemjara eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hins vegar eru óformleg samtöl í gangi þar sem reynt er að leysa úr stöðunni samkvæmt upplýsingum frá sáttasemjara. Mæðgurnar Jóhanna og Hrafnkatla eru meðal þeirra sem voru heima í dag því leikskóli Hrafnkötlu, Drafnarsteinn í Reykjavík, er lokaður vegna verkfalls. „Þetta er afar slæmt, sérstaklega fyrir börnin og sérstaklega upp á þessa óvissu af því þetta er ótímabundið. Við vitum ekkert hvort við séum að tala um að vera heima í viku, eða mánuði eða fram að áramótum eða jafnvel lengur. Þannig þetta er afar slæmt,“ segir Jóhanna. Það sé mikið púsluspil að láta dæmið ganga upp þar sem báðir foreldrar og amma og afi að hjálpast að. „En ég sé fram á það að þurfa að taka mér frí í vinnu einn og einn dag í hverri einustu viku þangað til þetta klárast. Og það er náttúrlega bara launalaust leyfi eins og gefur að skilja þannig að þetta er náttúrlega ekki gott.“ Mæðgurnar Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir og Hrafnkatla dóttir hennar léku sér heima í dag.Vísir/Sigurjón Sjálf gæti Jóhanna verið á leið í verkfall. Hún er læknir, en atkvæðagreiðsla stendur yfir um mögulega verkfallsboðun lækna. „Mig langar eiginlega að hvetja og grátbiðja deiluaðila um að reyna að finna lausn á þessu. Og kannski leggja áherslu á að þetta snýst ekki um kjarabaráttu kennara eða kröfur þeirra, af því við styðjum þau heilshugar, heldur kannski framkvæmd verkfallsaðgerðanna sem hafa ótrúlega mikil áhrif á fáar fjölskyldur. Og mig langar líka bara að hvetja stjórnmálafólk og forseta Íslands og fleiri sem ég er búin að senda erindi á að grípa í taumana, vera fólk orða sinna og standa á bak við börnin okkar, “ segir Jóhanna. Bitni á fáum fjölskyldum með ósanngjörnum hætti Foreldrar sem mættu í Ráðhúsið við upphaf borgarstjórnarfundar í dag taka í svipaðan streng. Þeim þykir skjóta skökku við að verkfallsaðgerðirnar beinist aðeins að örfáum leikskólum, börnin þeirra geti ekki mætt á leikskólann á meðan sama á ekki við um langflest önnur börn á landinu. „Ég styð launabaráttu kennara og verkfallsréttinn en í rauninni ekki aðferðafræðina, hvernig þetta bitnar á afskaplega fáum foreldrum og börnum,“ sagði Ingibjörg Finnbogadóttir í samtali við fréttastofu í Ráðhúsinu í dag. „Ég til dæmis er einstætt foreldri þannig að ég á barnið mitt ein þannig þetta kemur afskaplega illa út fyrir mig. Þannig ég mun taka þetta út örugglega bara á yfirdrætti og æðruleysi,“ segir Ingibjörg. Grímur Hákonarson.Vísir/Anton Brink Grímur Hákonarson var einnig mættur í Ráðhúsið í dag ásamt dóttur sinni. „Ég styð launakröfur kennara og er algjörlega á því að kennarar þurfi að fá hærri laun. En það er kannski þessi aðferðafræði sem að mér finnst ekki vera alveg nógu góð,“ segir Grímur. „Það er dálítið skrítið að það séu ekki fleiri skólar að taka þátt til þess að skapa meiri slagkraft og þrýsting á stjórnvöld og líður dálítið eins og það séu bara nokkrar fjölskyldur í Vesturbæ Reykjavíkur sem eru að taka hitann og þungan af þessu,“ segir Grímur. Og fleiri tóku í svipaðan streng. „Mig langar að vekja athygli á ósanngirninni sem er að það eru bara nokkrar fáar fjölskyldur sem bera allar afleiðingar verkfallsins,“ segir móðirin Beeke Stegmann sem ekki lét sig heldur vanta í Ráðhúsið í dag. Krakkarnir létu í sér heyra og voru í stuði í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Síðast var fundað í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna um helgina og hefur enn ekki verið boðað til næsta formlega fundar hjá ríkissáttasemjara eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hins vegar eru óformleg samtöl í gangi þar sem reynt er að leysa úr stöðunni samkvæmt upplýsingum frá sáttasemjara. Mæðgurnar Jóhanna og Hrafnkatla eru meðal þeirra sem voru heima í dag því leikskóli Hrafnkötlu, Drafnarsteinn í Reykjavík, er lokaður vegna verkfalls. „Þetta er afar slæmt, sérstaklega fyrir börnin og sérstaklega upp á þessa óvissu af því þetta er ótímabundið. Við vitum ekkert hvort við séum að tala um að vera heima í viku, eða mánuði eða fram að áramótum eða jafnvel lengur. Þannig þetta er afar slæmt,“ segir Jóhanna. Það sé mikið púsluspil að láta dæmið ganga upp þar sem báðir foreldrar og amma og afi að hjálpast að. „En ég sé fram á það að þurfa að taka mér frí í vinnu einn og einn dag í hverri einustu viku þangað til þetta klárast. Og það er náttúrlega bara launalaust leyfi eins og gefur að skilja þannig að þetta er náttúrlega ekki gott.“ Mæðgurnar Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir og Hrafnkatla dóttir hennar léku sér heima í dag.Vísir/Sigurjón Sjálf gæti Jóhanna verið á leið í verkfall. Hún er læknir, en atkvæðagreiðsla stendur yfir um mögulega verkfallsboðun lækna. „Mig langar eiginlega að hvetja og grátbiðja deiluaðila um að reyna að finna lausn á þessu. Og kannski leggja áherslu á að þetta snýst ekki um kjarabaráttu kennara eða kröfur þeirra, af því við styðjum þau heilshugar, heldur kannski framkvæmd verkfallsaðgerðanna sem hafa ótrúlega mikil áhrif á fáar fjölskyldur. Og mig langar líka bara að hvetja stjórnmálafólk og forseta Íslands og fleiri sem ég er búin að senda erindi á að grípa í taumana, vera fólk orða sinna og standa á bak við börnin okkar, “ segir Jóhanna. Bitni á fáum fjölskyldum með ósanngjörnum hætti Foreldrar sem mættu í Ráðhúsið við upphaf borgarstjórnarfundar í dag taka í svipaðan streng. Þeim þykir skjóta skökku við að verkfallsaðgerðirnar beinist aðeins að örfáum leikskólum, börnin þeirra geti ekki mætt á leikskólann á meðan sama á ekki við um langflest önnur börn á landinu. „Ég styð launabaráttu kennara og verkfallsréttinn en í rauninni ekki aðferðafræðina, hvernig þetta bitnar á afskaplega fáum foreldrum og börnum,“ sagði Ingibjörg Finnbogadóttir í samtali við fréttastofu í Ráðhúsinu í dag. „Ég til dæmis er einstætt foreldri þannig að ég á barnið mitt ein þannig þetta kemur afskaplega illa út fyrir mig. Þannig ég mun taka þetta út örugglega bara á yfirdrætti og æðruleysi,“ segir Ingibjörg. Grímur Hákonarson.Vísir/Anton Brink Grímur Hákonarson var einnig mættur í Ráðhúsið í dag ásamt dóttur sinni. „Ég styð launakröfur kennara og er algjörlega á því að kennarar þurfi að fá hærri laun. En það er kannski þessi aðferðafræði sem að mér finnst ekki vera alveg nógu góð,“ segir Grímur. „Það er dálítið skrítið að það séu ekki fleiri skólar að taka þátt til þess að skapa meiri slagkraft og þrýsting á stjórnvöld og líður dálítið eins og það séu bara nokkrar fjölskyldur í Vesturbæ Reykjavíkur sem eru að taka hitann og þungan af þessu,“ segir Grímur. Og fleiri tóku í svipaðan streng. „Mig langar að vekja athygli á ósanngirninni sem er að það eru bara nokkrar fáar fjölskyldur sem bera allar afleiðingar verkfallsins,“ segir móðirin Beeke Stegmann sem ekki lét sig heldur vanta í Ráðhúsið í dag. Krakkarnir létu í sér heyra og voru í stuði í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink
Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira