Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:00 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Hún segir verkföll kennara geta mismunað börnum. Verkföllin eru í ákveðnum skólum en ekki öllum. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira