Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2024 17:38 Ekki sáust vísbendingar um að kvika hafi farið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. vísir/vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram á Reykjanesskaga en síðdegis í dag höfðu engir skjálftar mælst frá því að smáskjálftahrina varð á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells í nótt. Staðsetning skjálftanna var á svipuðum slóðum og við upphaf síðustu kvikuhlaupa og var viðbragð Veðurstofunnar virkjað í stuttan tíma vegna mögulegs kvikuhlaups. Um hálftíma síðar var ljóst að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september.Veðurstofa Íslands Skammvinn skjálftahrina Engin merki um aflögun eða þrýstingsbreytingar sáust á GPS-mælum, ljósleiðara eða í borholum HS-Orku sem væru merki um kvikuhlaup, að sögn Veðurstofunnar. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru þessi mælitæki sögð hafa sýnt skýr merki um það. Fram kemur í tilkynningu að skjálftavirknin sé mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð. Skjálftahrinan var skammvinn og mældust rúmlega tuttugu skjálftar um og undir 1,0 að stærð á 3 til 6 kílómetra dýpi á milli klukkan 2 til 3 í nótt. Mögulega von á eldgosi í lok nóvember Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt eru kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups, að sögn Veðurstofunnar. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafi komið fram á mælum í kjölfar skjálftahrinunnar. Í samræmi við viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna í nótt og að sérfræðingar könnuðu möguleika á kvikuhlaupi. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana. Veðurstofan hefur áður gefið út að reikna megi með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30 Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Staðsetning skjálftanna var á svipuðum slóðum og við upphaf síðustu kvikuhlaupa og var viðbragð Veðurstofunnar virkjað í stuttan tíma vegna mögulegs kvikuhlaups. Um hálftíma síðar var ljóst að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september.Veðurstofa Íslands Skammvinn skjálftahrina Engin merki um aflögun eða þrýstingsbreytingar sáust á GPS-mælum, ljósleiðara eða í borholum HS-Orku sem væru merki um kvikuhlaup, að sögn Veðurstofunnar. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru þessi mælitæki sögð hafa sýnt skýr merki um það. Fram kemur í tilkynningu að skjálftavirknin sé mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð. Skjálftahrinan var skammvinn og mældust rúmlega tuttugu skjálftar um og undir 1,0 að stærð á 3 til 6 kílómetra dýpi á milli klukkan 2 til 3 í nótt. Mögulega von á eldgosi í lok nóvember Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt eru kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups, að sögn Veðurstofunnar. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafi komið fram á mælum í kjölfar skjálftahrinunnar. Í samræmi við viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna í nótt og að sérfræðingar könnuðu möguleika á kvikuhlaupi. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana. Veðurstofan hefur áður gefið út að reikna megi með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30 Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08
Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30
Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16