Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 19:02 Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Vísir/ÍVAR Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Þetta eru náttúrulega bara kolólöglegir samningar, og hafa verið í tuttugu ár, sem Sjúkratryggingar hafa alltaf endurnýjað reglulega,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Með stærri stjórnvaldssektum Úrskurður kærunefndarinnar, sem gefinn var út í gær, virðist staðfesta þetta. Þar segir að samningarnir hafi verið gerðir heimildarlaust án auglýsingar í andstöðu við lög og skilyrði til að óvirkja þá væru því uppfyllt. Á hinn bóginn krefðust brýnir almannahagsmunir þess að áframhaldandi framkvæmd samninganna væri nauðsynleg og þeir verða því áfram í gildi til 1. janúar næstkomandi. Sjúkratryggingar þurfi þó vegna hinna ólögmætu samninga að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt. „Þetta er með stærri stjórnvaldssektum sem sést hafa,“ segir Steinunn. „Niðurstaðan í þessari kæru er náttúrulega stór viðurkenning gagnvart því að hér sé verið að brjóta lög og svo að hér sé verið að mismuna fyrirtækjum, og hindra eðlilega samkeppni á Íslandi um þessa þjónustu.“ Þó að Steinunn líti á úrskurðinn sem ákveðna viðukenningu verður Intuens ekki ágengt að sinni. Sjúkratryggingar hafi hafið útboð, og með því verði hinir ólögmætu samningar leystir af hólmi með nýjum. En Steinunn hefur ýmislegt við þessa framkvæmd að athuga. „Þetta útboð sem er núna í gangi gerir nýjum fyrirtækjum ekki kleift að taka þátt í þessu útboði. Þetta er í raun klæðskerasniðið útboð handa þeim fyrirtækjum sem sinna myndgreiningarþjónustu á Íslandi í dag.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjar eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Þetta eru náttúrulega bara kolólöglegir samningar, og hafa verið í tuttugu ár, sem Sjúkratryggingar hafa alltaf endurnýjað reglulega,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Með stærri stjórnvaldssektum Úrskurður kærunefndarinnar, sem gefinn var út í gær, virðist staðfesta þetta. Þar segir að samningarnir hafi verið gerðir heimildarlaust án auglýsingar í andstöðu við lög og skilyrði til að óvirkja þá væru því uppfyllt. Á hinn bóginn krefðust brýnir almannahagsmunir þess að áframhaldandi framkvæmd samninganna væri nauðsynleg og þeir verða því áfram í gildi til 1. janúar næstkomandi. Sjúkratryggingar þurfi þó vegna hinna ólögmætu samninga að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt. „Þetta er með stærri stjórnvaldssektum sem sést hafa,“ segir Steinunn. „Niðurstaðan í þessari kæru er náttúrulega stór viðurkenning gagnvart því að hér sé verið að brjóta lög og svo að hér sé verið að mismuna fyrirtækjum, og hindra eðlilega samkeppni á Íslandi um þessa þjónustu.“ Þó að Steinunn líti á úrskurðinn sem ákveðna viðukenningu verður Intuens ekki ágengt að sinni. Sjúkratryggingar hafi hafið útboð, og með því verði hinir ólögmætu samningar leystir af hólmi með nýjum. En Steinunn hefur ýmislegt við þessa framkvæmd að athuga. „Þetta útboð sem er núna í gangi gerir nýjum fyrirtækjum ekki kleift að taka þátt í þessu útboði. Þetta er í raun klæðskerasniðið útboð handa þeim fyrirtækjum sem sinna myndgreiningarþjónustu á Íslandi í dag.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjar eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59
Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03
Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent