Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 21:57 Marta Maier formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla furðar sig á því að verkfall kennara muni koma í veg fyrir að nemendur fái að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. vísir „Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“ Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“
Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira