Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 11:00 Emma Hayes með son sinn Harry eftir sigurleik á móti Íslandi í vináttulandsleik í Nashville. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska landsliðsins og nýkjörin þjálfari ársins á verðlaunahátíð Gullhnattarins, Ballon d'Or, hikaði ekkert við að gagnrýna hátíðina og þá sérstaklega tímasetninguna. Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira