Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 13:55 Jacob Anthony Angeli Chansley, varð nokkurskonar holdgervingur QAnon-hreyfingarinnar þann 6. janúar 2021, og var lengi kallaður QAnon-galdramaðurinn. Getty/Brent Stirton Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C. Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans. Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans.
Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira