Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 12:27 Baldur segir að Kristrún hafi náð undraverðum árangri með flokkinn, en nú sé spurning hvort hún styrki stöðu hans eða hafi spilað afleik, með því að setja Dag B „undir fallöxina“. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir að nýjasta útspil Kristrúnar Frostadóttur veki mikla athygli, en hann segir annað hvort um úthugsaða strategíu að ræða eða alvarlegt reynsluleysi. Í gær sagði Kristrún Dag B. Eggertsson vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar, og hvatti mögulegan kjósanda sem er ósáttur við Dag að strika nafn hans út í kjörklefanum. Baldur reit pistil á Facebook þar sem hann nefndi sjö atriði sem honum hefur fundist eftirtektarverð í aðdraganda kosninga. Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar árin 2011 og 2012. Gamla flokksforystan hangi í skottinu Hann segir að þær hreinsanir sem hafa átt sér stað innan Samfylkingarinnar hafi vakið athygli hans löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hafi verið ýtt til hliðar. „Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“ Baldur segir það alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. Dagur vinsæll innan flokks en óvinsæll meðal andstæðinga „En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ segir hann. Þá segir hann að stóra spurningin sé nú hvort Kristrún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina, eða hafi spilað afleik sem muni fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Baldur reit pistil á Facebook þar sem hann nefndi sjö atriði sem honum hefur fundist eftirtektarverð í aðdraganda kosninga. Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar árin 2011 og 2012. Gamla flokksforystan hangi í skottinu Hann segir að þær hreinsanir sem hafa átt sér stað innan Samfylkingarinnar hafi vakið athygli hans löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hafi verið ýtt til hliðar. „Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“ Baldur segir það alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. Dagur vinsæll innan flokks en óvinsæll meðal andstæðinga „En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ segir hann. Þá segir hann að stóra spurningin sé nú hvort Kristrún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina, eða hafi spilað afleik sem muni fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira