Sendi út neyðarkall vegna meðmælasöfnunar Vinstri grænna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:02 Ragnar Auðun tók við sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna á þessu ári. Vinstri græn Ragnar Auðun Árnason framkvæmdastjóri Vinstri grænna sendi í morgun neyðarkall á félaga í Vinstri grænum og sagði meðmælasöfnun áhyggjuefni. Hann segist ekki hafa sömu áhyggjur í kvöld. Meðmælasöfnun gangi vel en sé þó ekki lokið. Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21
Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33
Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir