Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:58 Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af mönnunum sem í bæði skiptin höfðu kyrfilæst sig inni á kvennasalerni í miðborginni. Vísir/Vilhelm Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna. Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira