Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. október 2024 11:50 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Hildi Kristínu Sverrisdóttur um hættur bakgarðshlaupa. Vísir Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra. Landsliðskeppni í bakgarðshlaupi hófst á laugardaginn. Keppnin gengur út á að hlaupa endurtekið 6,7 kílómetra á klukkustund eins lengi og keppendur endast. Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari kíkti á svæðið á meðan hlaupinu stóð. Garpur I. Elísabetarson tók hana tali um hættur þess að taka þátt í slíku langhlaupi. Spurningar vakni um neikvæð áhrif Hildur segir spurningar hafi vaknað um neikvæðu áhrifin sem þátttaka í keppninni getur haft. „Sérstaklega þegar maður sér að þau eru að kreista allt úr sér.“ Hildur var keppendum innan handar en tók ekki að sér að vera aðstoðarmaður hlaupara. Hún treysti sér ekki til að vera manneskjan sem ýtir keppendum áfram í næsta hring. Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir hlaupa af stað.Vísir/Viktor Freyr Það sé þá erfitt að starfa sem sjúkraþjálfari og horfa upp á hlauparana taka hring eftir hring. Að sama skapi bendir hún á að hlaupararnir völdu að vera atvinnumenn. „Þegar þú ert að keppa til afreka er það aldrei hollt,“ sagði Hildur. Elísa Kristinsdóttir hvílir sig á milli hringja.Vísir/Vilhelm Undirbúningurinn mikilvægur Þegar sé lagt svona mikið á sig munu veikleikarnir, andlegir og líkamlegir, birtast. Undirbúningurinn fyrir keppnina er því gríðarlega mikilvægur og þarf að vera í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. „Það skiptir rosalega miklu máli að vera búinn að vinna með sína veikleika,“ segir Hildur. Garpur og Hildur tóku Mari Järsk sem dæmi en hún tók þátt í keppninni með rifinn liðþófa. Mari ræddi meiðsli sín við Vísi að loknum tveimur hringjum í hlaupinu. Hildur segir Mari hafa tekið upplýsta ákvörðun um að taka þátt og hljóp hún samtals fimmtíu hringi eða 335 kílómetra. „Þau eru að ganga á sig og þau vita það“ segir Hildur. Rakel María Hjaltadóttir, einn hlauparanna, endaði á spítala eftir að hafa klárað 21 hring í keppninni. Hún datt vegna hálku og meiddist á hné. Ekki sjálfgefinn árangur Hildur hefur áhyggjur af því að þegar fleiri og fleiri taki þátt í yfir hundrað kílómetra hlaupum geri aðrir sér ekki grein fyrir því að það sé ekki sjálfgefinn árangur. „Viðmiðin eru að verða hærra og hærri, þetta eru að verða fleiri og fleiri kílómetrar. Ég hef áhyggjur af því,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að maður klukki í hundrað kílómetrana og það á alls ekki að vera þannig að annar hver maður geri það,“ segir Hildur. Það þurfi að passa sig að „hinn almenni Jón“ líti ekki á þetta sem eðlilegar vegalengdir. Garpur bendir á að skalinn verði skakkur og fólk „horfi á 100 kílómetra eins og það séu fimm.“ Íslenska landsliðið lauk keppni í nótt þegar Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa klárað 62 hringi sem eru rúmir 415 kílómetrar. Heimsmeistaramótið er enn í gangi og eru 41 sem enn hlaupa þegar þessi frétt er skrifuð. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild. Bakgarðshlaup Hlaup Heilsa Tengdar fréttir „Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Landsliðskeppni í bakgarðshlaupi hófst á laugardaginn. Keppnin gengur út á að hlaupa endurtekið 6,7 kílómetra á klukkustund eins lengi og keppendur endast. Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari kíkti á svæðið á meðan hlaupinu stóð. Garpur I. Elísabetarson tók hana tali um hættur þess að taka þátt í slíku langhlaupi. Spurningar vakni um neikvæð áhrif Hildur segir spurningar hafi vaknað um neikvæðu áhrifin sem þátttaka í keppninni getur haft. „Sérstaklega þegar maður sér að þau eru að kreista allt úr sér.“ Hildur var keppendum innan handar en tók ekki að sér að vera aðstoðarmaður hlaupara. Hún treysti sér ekki til að vera manneskjan sem ýtir keppendum áfram í næsta hring. Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir hlaupa af stað.Vísir/Viktor Freyr Það sé þá erfitt að starfa sem sjúkraþjálfari og horfa upp á hlauparana taka hring eftir hring. Að sama skapi bendir hún á að hlaupararnir völdu að vera atvinnumenn. „Þegar þú ert að keppa til afreka er það aldrei hollt,“ sagði Hildur. Elísa Kristinsdóttir hvílir sig á milli hringja.Vísir/Vilhelm Undirbúningurinn mikilvægur Þegar sé lagt svona mikið á sig munu veikleikarnir, andlegir og líkamlegir, birtast. Undirbúningurinn fyrir keppnina er því gríðarlega mikilvægur og þarf að vera í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. „Það skiptir rosalega miklu máli að vera búinn að vinna með sína veikleika,“ segir Hildur. Garpur og Hildur tóku Mari Järsk sem dæmi en hún tók þátt í keppninni með rifinn liðþófa. Mari ræddi meiðsli sín við Vísi að loknum tveimur hringjum í hlaupinu. Hildur segir Mari hafa tekið upplýsta ákvörðun um að taka þátt og hljóp hún samtals fimmtíu hringi eða 335 kílómetra. „Þau eru að ganga á sig og þau vita það“ segir Hildur. Rakel María Hjaltadóttir, einn hlauparanna, endaði á spítala eftir að hafa klárað 21 hring í keppninni. Hún datt vegna hálku og meiddist á hné. Ekki sjálfgefinn árangur Hildur hefur áhyggjur af því að þegar fleiri og fleiri taki þátt í yfir hundrað kílómetra hlaupum geri aðrir sér ekki grein fyrir því að það sé ekki sjálfgefinn árangur. „Viðmiðin eru að verða hærra og hærri, þetta eru að verða fleiri og fleiri kílómetrar. Ég hef áhyggjur af því,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að maður klukki í hundrað kílómetrana og það á alls ekki að vera þannig að annar hver maður geri það,“ segir Hildur. Það þurfi að passa sig að „hinn almenni Jón“ líti ekki á þetta sem eðlilegar vegalengdir. Garpur bendir á að skalinn verði skakkur og fólk „horfi á 100 kílómetra eins og það séu fimm.“ Íslenska landsliðið lauk keppni í nótt þegar Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa klárað 62 hringi sem eru rúmir 415 kílómetrar. Heimsmeistaramótið er enn í gangi og eru 41 sem enn hlaupa þegar þessi frétt er skrifuð. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Bakgarðshlaup Hlaup Heilsa Tengdar fréttir „Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19
Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31