„Finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2024 10:31 Jóhanna fer yfir lífshlaupið í nýrri bók sinni. Leikkonan Jóhanna Jónasdóttir sló rækilega í gegn sem leikkona bæði í sjónvarpsþáttum og á sviði bæði í New York og í Hollywood. En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar. Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira
En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar.
Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira