Úrslitastund í troðfullri Valhöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:08 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vilja bæði 2. sætið í Suðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37