Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 10:57 Eldurinn kom upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Vísir/vilhelm Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum. Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum.
Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53
Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25
Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31