Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 00:13 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur búið í Kópavogi í áratug, býður í fyrsta sinn fram í Kraganum og ætlar sér annað sætið. Vísir/vilhelm Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis fundaði í kvöld með kjörnefnd um fyrirkomulagið í kjördæminu. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á listanum. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll klukkan 13 í kjördæmaráði og tillagan borin upp. Með þeim fyrirvara, að sú tillaga verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Árnína Steinunn Kristjánsdóttir er formaður kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún tekur undir að spennandi sunnudagur sé í vændum og von á miklum fjölda. Á milli fjögur og fimm hundruð manns hafa atkvæðarétt á fundunum. Fólk er hvatt til að skila formlega inn framboði en Árnína segir ekkert þó koma í veg fyrir að fólk bjóði sig fram á staðnum. Fyrst er kosið í fyrsta sæti og svo koll af kolli niður í fjórða sæti. Reiknað er fastlega með framboði Bjarna Benediktssyni formanni flokksins í fyrsta sæti listans og má telja harla ólíklegt að hann fái mótframboð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í annað sæti listans. Þórdís Kolbrún er af Akranesi en búsett til lengri tíma í Kópavogi sem tilheyrir Suðvesturkjördæmi. Hún hefur hingað til verið þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en ákvað að söðla um. Suðvesturkjördæmi er líklega sterkasta vígi flokksins ásamt Suðurkjördæmi. Fyrir í Suðvesturkjördæmi eru þingmennirnir Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Sá síðastnefndi hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða fram krafta sína. Hins vegar hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði sagt íhuga framboð í kjördæminu mjög alvarlega. Hennar vertíð sem bæjarstjóri lýkur um áramótin vegna samkomulags við Framsóknarflokkinn um að skipta bæjarstjórastólnum á milli sín. Rósa hefur sterkt bakland hjá flokknum í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Jón Gunnarsson hug á að halda stöðu sinni sem annar þingmaður flokksins í kjördæminu. Það myndi þýða kosningu á milli þeirra Þórdísar um annað sætið. Jón hefur sterkt bakland í Kópavogi og gæti því orðið um spennandi kosningu að ræða á milli þeirra Þórdísar sem hefur á móti breiðari stuðning. Færsla hennar á milli kjördæma er talin til marks um að hún vilji gera sig gildandi í kjördæmi Bjarna formanns sem óvíst er hvort bjóði fram krafta sína á landsfundi flokksins eftir áramót. Þar mun spila stóra rullu hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn sem telja má ólíklegra en hitt miðað við fylgi flokksins og ríkisstjórnarinnar í síðustu könnunum. Þórdís hefur verið skýr með þá hugsun sína að hún vilji leiða flokkinn þegar Bjarni stígur til hliðar. Sá sem lendir undir í baráttunni um 2. sætið getur áfram boðið fram krafta sína í 3. sæti flokksins og sama niður í 4. sæti. Þannig virkar röðunin. Uppstillingarnefnd raðar svo í sæti 5 til 28. Listinn í heild sinni yrði svo borinn undir stjórn kjördæmaráðs á þriðjudag í næstu viku að sögn Árnínu. Það er því ljóst að stundin í Valhöll á sunnudaginn gæti orðið stór fyrir Þórdísi Kolbrúnu. Sigur í kosningu gegn Jóni Gunnarssyni, þingmanni flokksins í kjördæminu til 17 ára, væri stórt skref í lykilkjördæmi flokksins. Þrír dagar eru til stefnu og má reikna með að mörg símtöl verði hringd til að tryggja að fólk fjölmenni á fundinn og nýti atkvæðarétt sinn. Miðað við kannanir undanfarnar vikur fengju Sjálfstæðismenn alls ekki fjóra þingmenn úr kjördæminu og mögulega ekki þrjá. Þannig að tap í kosningu gegn Jóni gæti þýtt varaþingmennsku fyrir varaformanninn sem myndi styrkja stöðu annarra sem líta til mögulegs framboð til formanns til flokksins, til dæmis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðlaugar Þórs Þórðarsonar. Þau verða að óbreyttu í efstu sætum lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Tillaga um uppstillingu flokksins í Reykjavík var samþykkt á fundi kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík í kvöld en fundurinn var samkvæmt upplýsingum fréttastofu vel sóttur. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis fundaði í kvöld með kjörnefnd um fyrirkomulagið í kjördæminu. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á listanum. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll klukkan 13 í kjördæmaráði og tillagan borin upp. Með þeim fyrirvara, að sú tillaga verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Árnína Steinunn Kristjánsdóttir er formaður kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún tekur undir að spennandi sunnudagur sé í vændum og von á miklum fjölda. Á milli fjögur og fimm hundruð manns hafa atkvæðarétt á fundunum. Fólk er hvatt til að skila formlega inn framboði en Árnína segir ekkert þó koma í veg fyrir að fólk bjóði sig fram á staðnum. Fyrst er kosið í fyrsta sæti og svo koll af kolli niður í fjórða sæti. Reiknað er fastlega með framboði Bjarna Benediktssyni formanni flokksins í fyrsta sæti listans og má telja harla ólíklegt að hann fái mótframboð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í annað sæti listans. Þórdís Kolbrún er af Akranesi en búsett til lengri tíma í Kópavogi sem tilheyrir Suðvesturkjördæmi. Hún hefur hingað til verið þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en ákvað að söðla um. Suðvesturkjördæmi er líklega sterkasta vígi flokksins ásamt Suðurkjördæmi. Fyrir í Suðvesturkjördæmi eru þingmennirnir Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Sá síðastnefndi hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða fram krafta sína. Hins vegar hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði sagt íhuga framboð í kjördæminu mjög alvarlega. Hennar vertíð sem bæjarstjóri lýkur um áramótin vegna samkomulags við Framsóknarflokkinn um að skipta bæjarstjórastólnum á milli sín. Rósa hefur sterkt bakland hjá flokknum í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Jón Gunnarsson hug á að halda stöðu sinni sem annar þingmaður flokksins í kjördæminu. Það myndi þýða kosningu á milli þeirra Þórdísar um annað sætið. Jón hefur sterkt bakland í Kópavogi og gæti því orðið um spennandi kosningu að ræða á milli þeirra Þórdísar sem hefur á móti breiðari stuðning. Færsla hennar á milli kjördæma er talin til marks um að hún vilji gera sig gildandi í kjördæmi Bjarna formanns sem óvíst er hvort bjóði fram krafta sína á landsfundi flokksins eftir áramót. Þar mun spila stóra rullu hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn sem telja má ólíklegra en hitt miðað við fylgi flokksins og ríkisstjórnarinnar í síðustu könnunum. Þórdís hefur verið skýr með þá hugsun sína að hún vilji leiða flokkinn þegar Bjarni stígur til hliðar. Sá sem lendir undir í baráttunni um 2. sætið getur áfram boðið fram krafta sína í 3. sæti flokksins og sama niður í 4. sæti. Þannig virkar röðunin. Uppstillingarnefnd raðar svo í sæti 5 til 28. Listinn í heild sinni yrði svo borinn undir stjórn kjördæmaráðs á þriðjudag í næstu viku að sögn Árnínu. Það er því ljóst að stundin í Valhöll á sunnudaginn gæti orðið stór fyrir Þórdísi Kolbrúnu. Sigur í kosningu gegn Jóni Gunnarssyni, þingmanni flokksins í kjördæminu til 17 ára, væri stórt skref í lykilkjördæmi flokksins. Þrír dagar eru til stefnu og má reikna með að mörg símtöl verði hringd til að tryggja að fólk fjölmenni á fundinn og nýti atkvæðarétt sinn. Miðað við kannanir undanfarnar vikur fengju Sjálfstæðismenn alls ekki fjóra þingmenn úr kjördæminu og mögulega ekki þrjá. Þannig að tap í kosningu gegn Jóni gæti þýtt varaþingmennsku fyrir varaformanninn sem myndi styrkja stöðu annarra sem líta til mögulegs framboð til formanns til flokksins, til dæmis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðlaugar Þórs Þórðarsonar. Þau verða að óbreyttu í efstu sætum lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Tillaga um uppstillingu flokksins í Reykjavík var samþykkt á fundi kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík í kvöld en fundurinn var samkvæmt upplýsingum fréttastofu vel sóttur.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira